Góð hönnun þýðir raunhæfar lausnir og gott samstarf við viðskiptavini okkar
þar sem öllum hugmyndum er tekið fagnandi.

Við skiptumst á skoðunum við viðskiptavini okkar, deilum víðtækri þekkingu og hvetjum til góðra verka. Port hönnun leggur áherslu á einfalda og skýra hönnun en jafnframt eilítið framsækna þegar það á við.

Við vinnum náið með öflugum samstarfsaðilum eftir þörfum hvers verkefnis,
þar með talið ljósmyndurum, textagerðarfólki, þrívíddarhönnuðum, verkefnastjórum
og prentsmiðjum.

Edda V. Sigurðardóttir
Hönnunar- og framkvæmdastjóri

Edda starfaði sem yfirhönnuður hjá bókaútgáfunni Houghton Mifflin Publishing í Boston um árabil og síðar sem framkvæmdastjóri hönnunarsviðs hjá bandaríska hönnunar- og útgáfufyrirtækinu Mazer Creative Services.

Edda er grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hefur auk þess MA-gráðu í auglýsingahönnun frá Syracuse-háskóla.

Edda hefur skapað sér virðingu og viðurkenningu fyrir störf sín að grafískri hönnun í erfiðu og krefjandi markaðsumhverfi, og unnið til verðlauna hér heima og erlendis. Edda nýtur alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða eins og gönguferða um náttúru Íslands og samveru við fjölskyldu og góða vini.

Kári M. Regal
Grafískur hönnuður

Kári nam grafíska hönnun í Danmörku og útskrifaðist með MA-gráðu frá Danmarks Designskole árið 2008. Þar á undan sótti hann nám í Margmiðlunarskólanum í Reykjavík. Kári setti stefnuna ungur á nám í grafískri hönnun og sér ekki eftir því. Honum gekk vel í skólanum og þakkar Dönum fyrir að hafa haft óbilandi trú á sér.

Kári er mikið ljúfmenni; hann hefur sterkar skoðanir á hlutunum en er einstaklega laginn við að koma þeim á framfæri. Kári er hamingjusamlega giftur og eiga þau hjónakornin eina dóttur og tvíbura drengi.